Thursday, January 09, 2003

Árni Johnsen fyrir rétt

Eftirfarandi upplýsingar birtast á heimasíðu hæstaréttar:

Föstudaginn 17. janúar - kl. 09:00; [Dómsalur I] MS GG HB PH IB
393/2002 Ákæruvaldið
(Bogi Nilsson ríkissaksóknari)
gegn
Árna Johnsen
(Björgvin Þorsteinsson hrl.)
Birni Kristmanni Leifssyni
(Gestur Jónsson hrl.)
Gísla Hafliða Guðmundssyni
(Andri Árnason hrl.)
Stefáni Axel Stefánssyni
(Hilmar Ingimundarson hrl.)
og Tómasi Tómassyni
(Pétur Guðmundarson hrl.)



Spurning um að setja á niðurteljara, þannig að hægt verði að telja niður á fyrirframákveðnar dagsetningar, s.s. þegar illræmdasti glæpamaður þjóðarinnar og fyrrum þingmaður verður leiddur fyrir rétt. Það er víst að hér er um prófmál að ræða, allaveganna minnist ég þess eigi að þingmaður hafi verið dæmdur fyrr, þó jú, Albert hvað hann jú heitir var víst dæmdur hér um árið

Wednesday, January 08, 2003

Hvað skeði?

Ég sem var svo sáttur við sal 101 í Lögbergi í gær, sat við hliðina á sætu gellzi(sem ég talaði ekki við vegna frímínútnaskorts), var himinlifandi yfir innstungunum(hehe inn-stunga(Beavis&Butthead húmor)) og er reyndar enn í dag, en loftið var betra í gær, enda voru ekki ógeðslega mörghundruð manns að reyna að kramma sér inn í gær, skjávarpinn virkaði í gær, þannig að hægt var að sjá á hann(þrátt fyrir að vera vera við hurðina(þeir sem hafa verið í þessari stofu vita hvað ég er að tala um), vil ekki til þess hugsa hvernig það hefði verið í gær. Í gær var næg birta, það var sem sagt ekki verið að reyna að svæfa oss, í gær leið mér vel yfir að vera í salnum.

Í dag, oj joj oj, var ég ekkert að fíla mig þarna, plásleysið var fullkomið, ég átti í jafnmiklum vandræðum með að sjá á dökkan skjáinn og að heyra í lágri röddu hennar(eins og við þarna aftast(eins og Jón Árni hefði sagt)) lentum í(veit ég fyrir víst).

Er þetta gert af ásettu ráði? Náðu margir almennu lögfræðinni og er aðeins verið að svæfa okkur í tímum(til að algjört offramboð verði nú ekki) þannig að við annaðhvort hættum eða föllum í vor? Nú spyr sá er ekki veit!

Einn ljósan punkt sá ég við tímann, Bjög Thorarensen er getnaðarleg(nema það sé bara svo að það er kominn tími á mig), þó svo myndin af henni á heimasíðunni er nóg til að maður öskri á skjáinn(Ég gerði það í fyrsta sinn sem ég sá hana). Það virðist því vera hefð fyrir því, að gellz, sem bera eftirnafnið "Thorarensen" sé snoppufrítt e-a hluta vegna

Mér þótt samt leiðinlegt að sjá að The fembots komu heldur ekki í dag, getur það verið merki um eitthvað? Hefur eitthvað hræðilegt komið fyrir? Óskalingurinn virðist alltént hafa frá HRÆÐILEGRI reynslusögu að segja!!! ÚFF MAR;)

Tuesday, January 07, 2003

Lögfræðin hafin að nýju

því er ekki úr vegi að fara að nota þennan vettvang og glæða nýjum glóðum og lífi svo hann komi eigi til með að falla úr gleymsku sökum notkunarleysis*
Ég óska píplesi til lukku með að vera aftur komið í allra heilgara návist tobe lögfræðinga og glæsimenna.

Ég lýsi yfir ánægju minni með stofu 101, vel heppnuð í nálega alla staði, þó svo að þeir sem sitja við hurðina eigi erfitt með að sjá glærurnar sem sifja- og erfðaréttarkennarinn setur upp, leibbi veit hvað ég er að tala um.

*Sjá boxdóminn frá 1999