Thursday, December 19, 2002

,,Ástþór mætti í jólasveinabúningi í dómssal"

Minnir doldið á manninn sem fór að gala eins og hundur í dómssal í verkefninu sem skúli setti oss fyrir fyrir e-n umræðutímann, húmoristi sem situr í dómstólnum

Wednesday, December 18, 2002

Þekkja Hæstaréttardómarar húmor?

Fyrst þetta er síða wannabe lögfræðinga, tel ég að þessi grein eigi rétt á að koma hér fram, ég vitna í grein eftir hæstvirtan Jón Steinar.*

Dómurinn snérist um hvort, vegna raddbreytinga sem metin var sem 5% varanleg örorka, kona ætti rétt á örorkubótum til grundvallar tekjutapi, og Jón Steinar segir:

"Einfalt væri að benda á, að slík óþægindi hyrfu, ef stefnandi talaði minna. Stefnandinn væri húsmóðir á litlu heimili og mætti færa rök að því, að húsmóðurstörfin gengju best, þegar húsmóðirin talaði fæst".